Chelsea tekur á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik umferðarinnar í kvöld.
Chelsea fór mikinn á félagaskiptamarkaðnum í janúar. Eyddi félagið vel yfir 300 milljónum punda í átta leikmenn.
Þar ber hæst að nefna Mykhailo Mudryk á 88 milljónir punda og Enzo Fernandez á 107 milljónir punda.
Chelsea hefur verið í vandræðum í deildinni á leiktíðinni. Liðið situr í tíunda sæti, tveimur stigum á eftir andstæðingi kvöldsins í Fulham.
Leikurinn hefst klukkan 20 í kvöld.
Enska götublaðið The Sun tók saman tvö hugsanleg byrjunarlið Chelsea fyrir kvöldið.