Dagný Brynjarsdóttir hefur verið tilnefnd sem leikmaður ársins 2022 í ensku Ofurdeildinni á hátíðinni London Football Awards.
Hátíðin fer fram þann 13. mars og eru verðlaun veitt í hinum ýmsu málaflokkum. Er Dagný tilnefnd sem besta fótboltakonan í borginni.
Dagný er á mála hjá West Ham í ensku Ofurdeildinni og hefur farið á kostum undanfarið.
Auk íslensku landsliðskonunnar eru þær Beth Mead (Arsenal), Kim Little (Arsenal), Sam Kerr (Chelsea) og Millie Bright (Chelsea) tilnefndar.
Women's Super League Player of the Year: Beth Mead (Arsenal), Kim Little (Arsenal), Sam Kerr (Chelsea), Millie Bright (Chelsea), Dagny Brynjarsdottir (West Ham).
— James Olley (@JamesOlley) February 3, 2023