Guðmundur Þórarinsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður OFI Crete, gaf út nýtt lag á miðnætti. Gummi Tóta, eins og hann er betur þekktur, og unnusta hans, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, verkfræðingur, eiga von á stúlkubarni. Parið trúlofaði sig 1. janúar.
Lagið heitir 9 mánuðir og syngur Gummi um barnið sem foreldrarnir bíða eftir og tilhlökkunina að verða foreldri.
„Horfi á mömmu þína, þurfum við að bíða ekki, nema 9 mánuðir og ekkert eins og áður fyrr. Ég er að manifesta og gera allt mitt besta, elska þig í húð og hár.
„Með 10 tær og 10 fingur. Áfram Njarðvík – samt Selfyssingur,“ syngur Gummi í viðlagi lagsins.