Samkvæmt Bild í Þýskalandi ætlar Newcastle að blanda sér í baráttuna um Jude Bellingham næsta sumar.
Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims og þykir einn sá allra mest spennandi í heimsfótboltanum. Ekki skemmdi frábær frammistaðan hans á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót fyrir.
Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Talið er að Liverpool og Real Madrid leiði kapphlaupið um Englendinginn.
Miðað við nýjustu tíðindin frá Þýskalandi hefur Newcastle hins vegar einnig áhuga. Ljóst er að nóg er til hjá félaginu eftir að nýir eigendur tóku við lyklunum fyrir rúmu ári síðan.
Á þessari leiktíð hefur Bellingham byrjað nær alla leiki Dortmund í efstu deild Þýskalands. Hann hefur alls skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú í sautján leikjum.