fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

„Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, tók mál Guðmundar Sölva Ármannssonar, fyrir í umræðu á Alþingi á miðvikudag, 1. febrúar. Guðmundur Sölvi sem er á 14. ári fæddist með tvíklofna vör og góm sem sérfræðingar telja sérstaklega erfitt tilfelli. 

Ragnheiður Sölvadóttir, móðir Guðmundar Sölva, var í ítarlegu viðtali hjá DV síðastliðinn mánudag, 30. janúar. Þar lýsti hún baráttu sinni og samskiptum við kerfið allt frá fæðingu sonarins, fyrst við Fæðingarorlofssjóð, síðan Tryggingastofnun og Sjúkratryggingar Íslands. 

Sjá einnig: Ragnheiður þreytt á margra ára baráttu – „Fullkomið ferli myndi fela í sér að ég gæti sinnt barninu mínu en ekki kerfinu“

Það er ekkert smáræði sem lagt er á þennan dreng og móður hans. Hann er búinn að vera reglulegur gestur hjá læknum frá því að hann var fimm ára gamall og þetta hamlar honum í daglegu lífi. Hann getur ekki stundað fótbolta eins og hann langar til þar sem hann má ekki fá högg í andlitið,“ segir Guðbrandur. 

Í síðustu viku barst Guðmundi Sölva bréf frá Sjúkratryggingum Íslands þess efnis að stofnunin taki ekki þátt í frekari niðurgreiðslu vegna tannréttinga nema hann fari í enn eitt endurmatið hjá tannlæknadeild Háskóla Íslands. Mál þeirra er því í biðstöðu á meðan. Eins og kom fram í viðtali DV við Ragnheiði þá varð reglugerðarbreyting árið 2019 þar sem Guðmundi Sölva er gert að gangast undir mat hjá tannlæknadeild Háskólans. „En þar er hann einhverra hluta vegna boðaður ítrekað í viðtal, að öðrum kosti falli niðurgreiðsla niður. Þetta setur alla á bið sem að málinu koma, tannréttingasérfræðinginn, kjálkaskurðlækninn og lýtalækninn, vegna óvissunnar sem verið er að skapa,“ segir Guðbrandur. „Mál þeirra er því í biðstöðu á meðan.

Guðbrandur beinir orðum sínum til heilbrigðisráðherra, Willum Þórs Þórssonar: „Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð? Er það virkilega skoðun hæstv. heilbrigðisráðherra að fæðingargalli sem þessi lagist bara af sjálfu sér og því þurfi að setja hann endurtekið í endurmat á meðan meðferð stendur yfir? Það væri nógu sorglegt ef þetta væri einsdæmi en svo er ekki. Þessu þarf að breyta.

Hlusta má á ræðu Guðbrands hér og lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“