Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum en fótfráir lögreglumenn voru ekki lengi að ná honum og handtaka. Grunur leikur einnig á að maðurinn sé án ökuréttinda og að hann hafi verið með röng skráningarnúmer á bifreiðinni sem hann ók.
Um miðnætti var ökumaður handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Um klukkan hálf tvö voru tveir menn handteknir, grunaðir um líkamsárás. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.