BBC skýrir frá þessu. Í september tilkynnti Vladímír Pútín um herkvaðningu 300.000 manna. Reznikov segir að hugsanlega hafi miklu fleiri en 300.000 verið herkvaddir og sendir til Úkraínu. „Þeir tilkynntu opinberlega um 300.00 en það sem við sjáum við landamærin bendir til að þeir séu miklu fleiri,“ sagði hann í samtali við BFM.
Upplýsingar vestrænna leyniþjónustustofnana benda til að Rússar ætli sér að hefja stórsókn á næstunni en þeim ber ekki saman um hvenær. Sumir telja að hún hefjist fljótlega en aðrir telja að hún hefjist ekki fyrr en á vormánuðum.