Það er sérstakur rannsóknarhópur, sem hefur það verkefni að rannsaka gömul óleyst mál, sem leysti málið. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í gær. Fram kom að málið hafi meðal annars verið leyst með aðstoð nýrrar DNA-tækni.
Morðinginn var á fimmtugsaldri þegar hann myrti Kristiansen. Hann verður þó ekki spurður út í málið því hann lést ári eftir morðið.
Lögreglan sagði að mikilvægt sé að benda á að ekki sé verið að taka lagalega afstöðu varðandi sekt mannsins og því verði ekki skýrt frá nafni hans. Hann hafi látist fyrir mörgum árum og geti því ekki komið fyrir dóm og skýrt mál sitt.
Einnig er tekið tillit til ættingja mannsins með því að skýra ekki frá nafni hans.
Kristiansen var beittur miklu ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Flest benti til að hann hafi sjálfur hleypt morðingjanum inn í íbúðina því engin ummerki voru um innbrot.