Stjörnurnar eru hrifnar af flíkum Christopher, meðal eru Bella Hadid, Hailey Bieber, Katie Holmes og Solange Knowles aðdáendur hans.
Myndirnar voru birtar á Instagram-síðu Christopher Esber og má sjá fyrirsætunnar með mjög áberandi brúnkufar eftir sundföt.
Fjöldi netverja gagnrýndu Esber, meðal annars raunveruleikastjarnan Domenica Calarco, sem sagði að fatamerkið væri að „glamúrvæða“ sólbaðamenningu og það fyllti hana viðbjóði.
„Mér er sama þó þetta sé bara farði, þetta er ekki töff. Ég hef verið aðdáandi merkisins í mörg ár en mér finnst í alvöru eins og það ætti að fjarlægja þessa herferð af samfélagsmiðlum.“
Færslunni var síðar eytt en hönnuðurinn hefur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Í Ástralíu eru um 80 prósent þeirra sem greinast með húðkrabbamein á hverju ári að greinast í fyrsta skipti. News.au fjallar nánar um málið.