Í síðustu viku birtist mynd af Kim Kardashian í treyju ítalska knattspyrnufélagsins AS Roma.
Myndin vakti mikla athygli. Rölti Kim um götur Los Angeles í treyjunni, sem er frá tímabilinu 1997-1998.
😎 Mamma mia, Kim! 💛❤️#ASRoma pic.twitter.com/Fb2jh3PfGA
— AS Roma (@OfficialASRoma) January 28, 2023
Þetta hefur reynst ansi góð auglýsing fyrir Roma.
Hefur aukning á „AS Roma“ sem leitarorði á Google verið 2894 prósent undanfarna sjö daga miðað við það sem var þar áður.
Það er ljóst að áhrif Kim eru ansi mikil á heimsvísu.