Joao Cancelo lék sinn fyrsta leik fyrir Bayern Munchen í gær. Þá vann liðið öruggan sigur á Mainz í þýska bikarnum.
Portúgalinn gekk í raðir Bayern á láni frá Manchester City á dögunum. Þýska félagið getur svo keypt hann á 70 milljónir evra í sumar.
Cancelo hafði átt í stappi við Pep Guardiola, stjóra City.
Bakvörðurinn var ekki lengi að láta til sín taka gegn Mainz í gær og lagði upp fyrsta mark Bayern fyrir Eric Maxim Choupo-Moting á 17. mínútu.
Stoðsendingin var einkar glæsileg og má sjá hana hér neðar.
Bayern vann leikinn að lokum 4-0. Jamal Musiala, Leroy Sane og Alphonso Davies áttu eftir að bæta við mörkum.
The ball from Cancelo 👌
The finish from Choupo 😎#DFBPokal #M05FCB 0-3 pic.twitter.com/EiVpTap7Ep— The DFB-Pokal (@DFBPokal_EN) February 1, 2023