Athafnakonan og granóladrottningin Tobba Marinósdóttir er stödd um þessar mundir í Austurríki með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Karli Sigurðssyni.
Þau eru í skíðaferð og gista á vinsæla Speiereck hótelinu, en áhrifavaldurinn Birgitta Líf dvaldi á sama hóteli fyrir ári síðan og birti bikinímynd frá svölunum sem vakti mikla athygli.
Tobba komst að því að hún væri með aðgang að sömu svölum og World Class-erfinginn og þá var bara eitt í stöðunni: Endurgera myndina með stæl.
Það gekk ekki lipurt fyrir sig og hurðin fór að hjörunum.
Tobba náði samt myndinni að lokum og titlar sig sem „atvinnulausa áhrifavaldinn.“
View this post on Instagram
Tobba og Karl hafa skemmt sér konunglega og klætt sig í stíl fyrir brekkurnar.
View this post on Instagram