fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Enskur kráareigandi fann ótrúlegan dýrgrip sem talin er hafa verið í eigu Hinriks áttunda

Pressan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlegur fornleifafundur átti sér stað á dögunum þegar enskur fjársjóðsleitandi fann hálsmenn úr gulli sem merkt er upphafsstöfunum H og K. Þá prýðir einnig Tudor-rósin, merki samnefndar ættar, hinn forláta skarpgrip. Telja fræðimenn að hálsmenið hafi mögulega verið í eigu Hinrik áttunda, sem tilheyrði einmitt Tudor-ættinni, eða eiginkonu hans Katrínu af Aragon og að um sé að ræða einn merkasta fornleifafund síðari ára.

Það var enski kráareigandinn Charlie Clarke, sem rambaði á hálsmenið sem er úr 24 karata gulli og hangir á veglegri gullkeðju. Clarke er áhugafjársjóðsleitandi og eyðir frístundum sínum að rölta um sveitir Englands með málmleitartæki.

Charlie Clarke (lengst til vinstri) við hálsmenið sem hann fann.

Hálsmenið fannst á akri nokkrum við Warwickskíri í desember 2021 en eftir rannsóknir sérfræðingar var gripurinn loks sýndur almenningi á dögunum ásamt fjölmörgum öðrum munum sem almenningur í Bretlandi hefur fundið.

„Fram að þessu hafði ég bara fundið einhverjar myntir, ekkert merkilegt“ er haft eftir Clarke í samtali við Daily Mail. Hann segist hafa skrækt eins og barn þegar hann fann hálsmenið enda vissi hann strax að það var úr gulli.

Sérfræðingar töldu fyrst að fundurinn væri svo ótrúlegur að hálsmenið hlyti að vera falsað en eftir ítarlegar rannsóknir komust þeir að því svo væri ekki. Clarke hafði einfaldlega rambað á ótrúlegan dýrgrip.

Erfitt er að meta verðmæti mensins en þegar að það verður selt til einhvers safns mun Clarke skipta ágóðanum með landeigandanum í Warwickskíri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu