Pedro Porro er genginn í raðir Tottenham á láni frá Sporting út þessa leiktíð. Hann verður svo keyptur endanlega í sumar á um 37 milljónir punda.
Í kjölfar skipta hans hafa ensk götublöð rifjað upp sögu frá því í vor.
Þá var Porro sakaður um leynisamband með Magui Corceiro, kærustu Joao Felix.
Felix er á mála hjá Chelsea á láni frá Atletico Madrid og hann og Porro því báðir í ensku úrvalsdeildinni eins og er.
Það var í vor sem Porro og Corceiro voru sökuð um framhjáhald. Þau hafa þó neitað því og bendir ekkert til þess að eitthvað hafi verið til í orðrómunum.
Þeir spruttu upp þegar Porro neitaði að gefa krökkum í stúkunni treyju sína eftir leik en gaf hana þess í stað Corceiro.
Hann útskýrði síðar að það væri vegna þess að þau eru góðir vinir.
Þá gekk klippa frá skemmtistað um internetið þar sem Porro og Corceiro áttu að vera að kyssast á. Þau segja það hins vegar alrangt.
Þau hafa bæði gefið út yfirlýsingar þar sem þau neita þessu öllu. Samband Corceiro og Felix er á góðum stað.