Hakim Ziyech er á leið til Paris Saint-Germain á láni frá Chelsea
Kantmaðurinn verður lánaður til Parísarliðsins út þetta tímabil. Samningnum mun ekki fylgja kaupmöguleiki.
Það er ekki formlega búið að ganga frá samningum en mun það að öllum líkindum takast áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás klukkan 23.
Ziyech kom til Chelsea 2020. Hann hefur ekki verið inni í myndinni á Brúnni á þessari leiktíð og aðeins spilað tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni.
AC Milan, Roma og RB Leipzig höfðu einnig áhuga á að fá kappann á láni frá Chelsea.
Það bendir hins vegar allt til þess að Ziyech sé á leið til PSG.
🚨 EXCL: PSG have reached agreement with Chelsea to sign Hakim Ziyech on loan until summer. Deal not signed but in place + includes a fee but no option to buy. AC Milan, Roma, RB Leipzig & PL clubs were also interested @TheAthleticFC #CFC #PSG #DeadlineDay https://t.co/hdGW7Yt5oA
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 31, 2023