fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Arteta og Jorginho tjá sig um stóru fréttir kvöldsins

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorginho gekk fyrr í kvöld í raðir Arsenal frá Chelsea.

Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, skrifar undir eins og hálfs árs samning á Emirates með möguleika á árs framlengingu.

Arsenal greiðir Chelsea 11 milljónir punda fyrir Ítalann. Ein milljón bætist við kaupverðið ef Arsenal nær topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og önnur milljón ef liðinu tekst að halda í toppsætið og verða Englandsmeistari.

„Jorginho er miðjumaður sem er klár, með mikla leiðtogahæfni og mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni,“ segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Hann hefur unnið mikið á ferlinum en hefur enn hungur til að gefa af sér hér.“

Jorginho tjáði sig sjálfur. „Þetta er ótrúlegt félag og ég er svo spenntur fyrir því að vera hérna.

Ég mun reyna að hjálpa með reynslunni sem ég hef öðlast hjá öðrum félögum. Ég mun gera hvað sem er til að hjálpa liðinu að ná enn lengra, það er mitt markmið. Ég get lofað því að ég mun gefa allt sem ég á fyrir þetta félag.“

Samningur Jorginho við Chelsea var að renna út í sumar.

Jorginho hafði verið á mála hjá Chelsea síðan 2018. Hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2021 og Evrópudeildina 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Í gær

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Í gær

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“