Óttar Magnús Karlsson er genginn í raðir ítalska C-deildarliðsins Virtus Francavilla Calcio frá Venezia.
Óttar fer til Virtus á láni frá B-deildarliðinu.
Kappinn gekk í raðir Venezia árið 2020 en hefur leikið á láni hjá Siena og Oakland Roots undanfarin misseri. Nú er hann lánaður út á ný.
Samningur Óttars við Venezia rennur ekki út fyrr en 2025.