fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Rúmlega 600 kærðir fyrir heimilisofbeldi í sérstakri aðgerð áströlsku lögreglunnar

Pressan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 22:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan stóð fyrir sérstakri aðgerð í New South Wales í síðustu viku. Hún beindist gegn „hættulegum“ heimilisofbeldismönnum. Þegar upp var staðið voru tæplega 650 kærðir á þeim fjórum dögum sem aðgerðin stóð yfir.

Í heildina voru kæruefnin 1.153 og sneru þau að heimilisofbeldi, fíkniefnum og vopnum.

Hald var lagt á fjölda ólöglegra muna, til dæmis skotvopn, sverð og fíkniefni.

BBC segir að heimilisofbeldi sé mjög stórt vandamál í Ástralíu og engin annar brotaflokkur krefjist jafn mikillar vinnu af hálfu lögreglunnar.

Lögreglan segir að meðal þeirra 648, sem voru kærðir í aðgerðinni, hafi 164 verið á lista yfir þá heimilisofbeldismenn sem lögreglan vildi allra helst hafa hendur í hári. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur sumra þeirra og aðrir höfðu brotið gegn nálgunarbanni.

Mal Lanyon, aðstoðarlögreglustjóri, sagði að þessi nýja taktík lögreglunnar miði að því að stöðva ofbeldið áður en til morðs kemur. Á síðasta ári voru 17 morð, tengd heimilisofbeldi, framin í New South Wales.

Einn af hverjum fimm Áströlum, 15 ára og eldri, hefur upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á heimilinu. Konur eru oftast fórnarlömbin í málum af þessu tagi og karlar gerendur. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að ofbeldi gegn konum í Ástralíu sé „óhugnanlega algengt“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking