Það voru vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla sem rannsökuðu hvort einhver munur væri á áhrifum kaffis eftir því hvort mjólk er sett í það eða það drukkið svart. Rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Agricultural and Food Chemistry.
Niðurstaðan er góð fyrir þá sem drekka kaffi með mjólk út í. Það að setja mjólk í kaffið getur haft þau áhrif að það dregur úr bólgum í líkamanum. Ástæðuna fyrir þessu eru að finna í hópi andoxunarefna, sem nefnast polyphenoler. Það er mikið af þessum andoxunarefnum í kaffi.
Vitað er að polyphenoler draga úr svokölluðu oxunarstressi í líkamanum en það veldur oft bólgum. En margt bendir til að polyphenolerne séu enn áhrifameiri í baráttunni gegn bólgum ef þeir eru saman með prótíni. Það er einmitt þar sem mjólkin kemur inn í myndina.
Bólgur geta myndast í líkamanum þegar framandi efni á borð við bakteríur og veirur koma inn í hann. Ónæmiskerfið bregst við þessu með því að senda hvít blóðkorn og ýmis efni til að vernda líkamann.
Í nýju rannsókninni var rannsakað hvernig polyphenoler hegða sér þegar þeim er blandað saman við amínósýrur sem prótín eru búin til úr.
Vísindamennirnir mynduðu bólgur í ónæmisfrumum. Sumar fengu polyphenoler en aðrar polyphenoler í bland við amínósýrur. Ónæmisfrumur, sem fengu blönduna, reyndust tvöfalt betri í að berjast við bólgur.
Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla segir Marianne Nissen Lund, prófessor, að það sé upplagt að gera sér í hugarlund að þessi blanda muni einnig hafa gagnleg áhrif á bólgur í fólki. Nú verði að rannsaka þetta betur, fyrst í dýrum og síðan vonandi í fólki.