Orlando City hefur staðfest komu Dags Dan Þórhallssonar til félagsins frá Breiðabliki. Skrifar kappinn undir tveggja ára samning með möguleika á tveimur árum til viðbótar.
Hinn 22 ára gamli Dagur fór á kostum með Íslandsmeisturum Blika í sumar á sinni fyrstu leiktíð í Kópavogi. Skoraði hann níu mörk í 25 leikjum og lagði upp fimm til viðbótar.
Nú tekur Dagur skrefið til Orlando í MLS-deildinni vestan hafs. Hann á fyrir að baki reynslu úr atvinnumennsku í Noregi.
From the land of fire and ice 🔥 🧊
Orlando City SC acquires Icelandic National Team midfielder Dagur Dan Thórhallsson.
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) January 31, 2023
Dagur lék með yngri flokkum Hauka og Fylkis í yngri flokkum og á meistaraflokksleiki að baki fyrir bæði lið.
Breiðablik kveður leikmanninn með færslu á samfélagsmiðlum.
Takk Dagur Dan💚
Í október 2021 gekk Dagur Dan gekk í raðir Breiðabliks frá Fylki sem hafði haft Dag að láni frá Mjøndalen.
45 leikjum seinna, 11 mörkum og Íslandsmeistaratitli er Dagur búinn að semja við @OrlandoCitySC í Bandaríkjunum.
Við óskum Degi Dan góðs gengis ❗️ pic.twitter.com/9VWAGHc7lz
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) January 31, 2023