Manchester United mun eyða hluta af undirbúningstímabili sínu fyrir næsta tímabil í Las Vegas í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir Daily Star.
Freistingarnar eru margar í Las Vegas, Borg syndanna, eins og hún er jafnan kölluð og þá hefur hún verið vinsæll áfangastaður helstu knattspyrnumanna heims í sumarleyfum þeirra.
Í Las Vegas gefst leikmönnum Manchester United kjörið tækifæri til þess að sanna sig fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag.
Talið er að Manchester United muni mæta öðru félagi úr ensku úrvalsdeildinni á heimavelli NFL liðsins Las Vegas Raiders.
Alls munu leikmenn og þjálfarateymi Manchester Untied dvelja í Bandaríkjunum í þrjár vikur á undirbúningstímabilinu, bæði á austur- og vesturströndinni.