fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Framhjáhaldsskandallinn nær nýjum hæðum – Uppsagnir og fleiri ástarsambönd afhjúpuð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 12:28

T.J. Holmes og Amy Robach.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan í desember í fyrra hefur framhjáhaldsskandall riðið yfir morgunsjónvarp Bandaríkjamanna.

T.J. Holmes og Amy Robach, tvær skærustu sjónvarpsstjörnur ABC, hafa stýrt saman þriðja tímanum í vinsæla morgunþættinum Good Morning America um árabil.

Í byrjun desember í fyrra komst upp um ástarsamband þeirra en þau hafa bæði verið gift síðan 2010. Þau fóru frá mökunum sínum í ágúst samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs og hófu formlegt – en leynilegt – samband.

Breski fjölmiðillinn Daily Mail afhjúpaði samband þeirra og birti fjölda paparazzi ljósmynda af parinu, meðal annars þar sem hann klappar henni á rassinn en sú mynd var tekin fyrr í nóvember. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Holmes og Robach hafa verið í hringiðu skandalsins í tvo mánuði. Netverjar hafa grandskoðað samfélagsmiðla þeirra, fundið gamlar færslur og myndir. Fjölmiðlar hafa rýnt í fyrri sambönd þeirra og sambönd við gamla samstarfsmenn, það hefur meðal annars komið fram að Holmes átti í sambandi með 24 ára samstarfskonu árið 2015, sem leit á hann sem leiðbeinanda. Það hefur einnig verið opinberað að hann átti í öðru ástarsambandi með giftum framleiðanda þáttanna frá 2016 til 2019.

Sagt upp og búist er við málsókn

Sjónvarpsstjörnunum var sagt upp á föstudaginn frá ABC, þrátt fyrir að samband þeirra brýtur engar reglur þar sem þau eru jafningjar í starfi. Þau hafa gefið til kynna að þau munu að hefja málsókn gegn ABC ef þau yrðu rekin en hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið að svo stöddu.

Vulture fer ítarlega yfir tímalínu sambands þeirra og skandalsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?