Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Atletico Madrid um kaupverð á Felipe. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Ekki er gefið upp nákvæmlega hvað nýliðarnir borga Atletico en sagt er að það sé mjög gott verð fyrir þá. Leikmaðurinn er 33 ára og rennur samningur hans út í sumar.
Það er búist við því að Felipe fljúgi til Englands síðar í dag. Þar mun hann fara í læknisskoðun og skrifa undir samning.
Felipe hefur verið á mála hjá Atletico síðan 2019. Hann varð Spánarmeistari með liðinu vorið 2021.
Kappinn á tvo A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu.
Forest fékk samkeppni frá Bayer Leverkusen en forráðamenn félagsins telja kapphlaupið um Felipe unnið.