Lokadagur félagsskiptagluggans í helstu deildum Evrópu er runnin upp og munu mörg félög freista þess að nýta síðustu klukkustundirnar til þess að breikka leikmannahópa sína eða gera kostakaup.
The Athletic hefur tekið saman mögulegar vendingar sem gæti verið áhugavert að fylgjast vel með í dag:
- Enzo Fernandez til Chelsea
- Chelsea bíður svara frá Benfica eftir að hafa lagt fram 105 milljóna punda tilboð í Enzo.
- Joao Cancelo til Bayern Munchen
- Verða ein óvæntustu, ef ekki óvæntutu, félagskipti gluggans. Allt virðist vera klappað og klárt fyrir lánsdvöl Cancelo hjá Bayern en félagið getur svo keypt hann.
- Pedro Porro til Tottenham
- Porro er mættur til Lundúna þar sem hann mun í dag gangast undir læknisskoðun.
- Jonjo Shelvey
- Það má leiða líkur að því að Shelvey gangi frá félagsskiptum til nýliðanna í dag.