Þrátt fyrir fundarhöld langt fram á nótt komust forráðamenn portúgalska félagsins Benfica ekki að niðurstöðu um það hvort samþykkja eigi tilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea í argentínska miðjumaninn Enzo Fernandez.
Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.
Á borði Benfica liggur 105 milljóna punda tilboð frá Chelsea í Enzo og greinir Romano frá því að enn sé ekki komið grænt ljós frá forráðamönnum portúgalska félagsins.
Um spennuþrungna nótt hafi verið að ræða, nótt þar sem forráðamenn Chelsea hefðu viljað að tilboð þeirra yrði afgreitt.
,,Viðræður munu halda áfram nú í morgunsárið,“ skrifar Romano á Twitter.Enzo Fernández 🚨🇦🇷 #CFC
It was again a tense night of talks as there’s still no green light from Benfica president Rui Costa to Chelsea €120m proposal.
Chelsea wanted breakthrough in the night but nothing yet.
Negotiations will continue in the morning.#DeadlineDay madness. pic.twitter.com/MrjmbmTPVN
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023