Það er ekki hlaupið að því að finna svona lítið hylki á langri leið en leitarsvæðið teygir sig yfir 1.400 km svæði í Western Australia og nær að hluta yfir óbyggðir.
Hylkið var hluti af mælitæki sem mælir massa í járngrýti.
Arpansa hefur nú sent teymi á leitarsvæðið og er það með sérstakan leitarbúnað meðferðis.
Ekki er vitað með fullri vissu hversu langt er síðan hylkið týndist en það var sótt í Gudai-Darri námu Rio Tinto þann 12. janúar af samstarfsaðila fyrirtækisins. Þegar skoða átti tækið þann 25. janúar kom í ljós að það var brotið og að það vantaði marga litla hluti í það. Þar á meðal umrætt hylki.
Talið er að hristingurinn í flutningabílnum hafi orðið til þess að skrúfur losnuðu í tækinu og síðan hafi geislavirka hylkið dottið út og síðan úr bílnum.
Ekki er vitað hvar á 1.400 km akstursleið bílsins þetta gerðist en hún nær frá Newman, litlum bæ í hinu afskekkta Kimberleyhéraði, til geymsluhúsnæðis í Perth.
Western Australia er um 2,6 milljónir ferkílómetra að stærð en til samanburðar má nefna að Ísland er 103.000 ferkílómetrar.