Þetta er mat Arna Bård Dalhaug sem var áður hershöfðingi í norska hernum en er nú kominn á eftirlaun.
„Áætlunin um að kljúfa Vesturlönd hefur mistekist hrapalega. Það er afhending skriðdrekanna enn eitt dæmið um,“ sagði hann í samtali við Dagbladet.
Pútín og aðrir úr æðstu lögum valdapýramídans í Kreml hafa hvað eftir annað gagnrýnt stuðning Vesturlanda við Úkraínu og sagt að Rússland sé í raun í stríði við Vesturlönd, ekki aðeins Úkraínu.
Dalhaug gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli og hann telur heldur ekki að stríðið muni teygja sig út fyrir Úkraínu því Pútín viti vel að Rússland væri nú þegar búið að tapa stríðinu ef NATO og Vesturlönd hefðu blandað sér í það í meiri mæli en þau hafa gert.
„Ég held ekki að hann íhugi einu sinni stríð við Vesturlönd,“ sagði Dalhaug.
„Hann vonast bara til að geta gert sína eigin sögu trúverðugri. Hann hefur engar vonir um að þetta hafi áhrif á vopnasendingar Vesturlanda en þetta getur gefið honum afsökun fyrir þeim ósigri sem hann óttast að verði í framtíðinni,“ sagði hann einnig.