Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur náð samkomulagi við Sporting Lisbon um kaup á leikmanni liðsins Pedro Porro. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano í kvöld.
Löngum fundi forráðamanna félaganna er nú lokið þar sem komist var að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum, sem nemur rúmum 39 milljónum punda.
Porro mun ferðast til Lundúna á morgun þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og í kjölfarið skrifa undir samning við Tottenham.
Pedro Porro er 23 ára gamall hægri-bakvörður sem ólst upp hjá Girona á Spáni áður en hann var keyptur til Manchester City árið 2019.
Eftir lánsdvöl, bæði hjá Real Valladolid og Sporting gekk hann endanlega í raðir Sporting í fyrra en stoppar stutt þar.
Porro spilaði 98 leiki fyrir Sporting, skoraði 12 mörk og gaf 20 stoðsendingar.
More on Pedro Porro exclusive story.
Tottenham and Sporting have finally reached full agreement… again after very long meeting — €45m, payment terms finally approved after Sporting’s change last night 🚨⚪️
Porro will travel to London tomorrow — he only wanted Spurs move. pic.twitter.com/pgtuMpCh2n
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2023