fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Útskýra óvæntustu vendingar dagsins – Samband sem ekki var hægt að laga eftir að þeir rifust heiftarlega

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 18:30

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ó­væntu fréttir dagsins úr knatt­spyrnu­heiminum eru þær að Joao Cancelo, bak­vörður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Manchester City hefur lík­legast leikið sinn síðasta leik fyrir fé­lagið. Samningar hafa tekist milli Manchester City og Þýska­land­smeistara Bayern Munchen um fé­lags­skipti Cancelo.

Búast má við því að Cancelo gangi frá fé­lags­skiptum til Bayern Munchen á næsta sólar­hringnum, en um er að ræða láns­samning en þó er klásúla í samningnum sem gefur Bayern Munchen mögu­leika á að kaupa leik­manninn fyrir það sem nemur 61 milljón punda.

Í kjöl­far þessara fregna fóru sögur að birtast í breskum miðlum um slæmt sam­band Cancelo og Guar­diola en leik­maðurinn er sagður hafa brugðist ó­kvæða við á æfinga­svæði fé­lagsins eftir að hann var ekki í byrjunar­liði Manchester City gegn Arsenal í enska bikarnum.

Cancelo er sagður hafa haft hátt undan­farnar vikur eftir lítinn spila­tíma undir stjórn Guar­diola hjá City, það olli því að sam­band hans við knatt­spyrnu­stjórann tók stefnu til hins verra og það fljótt, sér í lagi eftir Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu undir lok árs 2022.

Leik­maðurinn er sagður hafa hótað því að yfir­gefa fé­lagið og var á­standið orðið það slæmt, að mati for­ráða­manna Manchester City, að það yrði best að leyfa leik­manninum að fara því sam­band hans við Guar­diola yrði ekki lagað.

Cancelo gekk til liðs við Manchester City árið 2019 frá ítalska risanum Juventus. Hjá Manchester City varð hann Eng­lands­meistari í tví­gang og enskur deildar­bikar­meistari í tví­gang. Hann spilaði 154 leiki fyrir fé­lagið, skoraði 9 mörk og gaf 22 stoð­sendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Í gær

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Í gær

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist