fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 12:06

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir brotnar niður og viðurkennir að um tíma hafi hún óttast að hún væri ekki nógu sterk fyrir dóttur sína.

Hún segir frá þessu í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Dóttir sem hún heldur úti ásamt vinkonu sinni og CrossFit-stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur.

Í þættinum ræða þær um síðustu tvö ár í lífi Annie Mistar, meðgönguna, fæðinguna, fæðingarþunglyndi og ótrúlegt ferðalag hennar aftur á verðlaunapall í CrossFit.

Annie hefur verið opin um ferlið og hefur ekkert verið að skafa utan af því á samfélagsmiðlum. En nú fer hún ítarlega í saumana á öllu saman.

Sjá einnig: Annie Mist er komin með nóg – „Þessi spurning er ÓVIÐEIGANDI“

Gat ekki sofið

Annie Mist eignaðist dóttur sína, Freyju, í ágúst 2020. Hún rifjar upp fyrstu vikuna eftir fæðingu.

„Ég gat ekki sofið, ég held að ég hafi verið í skrýtnu ástandi eftir [fæðinguna]. Þetta er svo skrýtið, ég var svo ótrúlega hamingjusöm og svo stressuð og vansvefta á sama tíma. Það var eins og ég væri bara hamingjusöm ef ég var að horfa á hana,“ segir Annie Mist.

„Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig.“

Annie hefur áður opnað sig um óöryggi hennar varðandi stærð kviðar hennar eftir fæðingu. Hún var með stóra óléttukúlu sem hvarf ekki nokkrum dögum eða vikum eftir fæðingu eins og hjá öðrum konum sem hún fylgdi á samfélagsmiðlum.

„Margir spurðu mig hvort ég væri ólétt af tvíburum,“ segir hún og bætir við að þetta sé ekki viðeigandi spurning að spyrja ólétta konu.

„Ég var með stóran maga lengi eftir fæðingu og ég held að samfélagsmiðlar hafi ýtt undir óöryggið. Mér fannst eins og aðrar [mæður] í kringum mig hafi jafnað sig svo fljótt og voru mættar í ræktina viku seinna með flatan maga. En ég var með frekar stóran maga.“

Erfitt að vera ekki lengur sjálfstæð

Annie missti mikið blóð í fæðingunni og þurfti alltaf einhver að gæta hennar fyrst um sinn. „Mig svimaði mikið og ég var ekki nógu sterk til að halda á Freyju. Ég treysti mér ekki að halda á henni og bera hana á milli staða […] Það þurfti einhver að fylgjast með mér meðan ég var í sturtu. Ég var að deyja þarna niðri þannig ég gat ekki setið og þurfti að liggja. En sem betur fer var Freyja svo heilbrigð. Brjóstagjöfin gekk ótrúlega vel. Freyja gerði allt betra,“ segir hún.

„En ég vissi ekki hvernig mér átti að líða þegar hún var ekki hjá mér. Að fara frá því að vera svo sjálfstæð yfir í að vera svona háð öðru fólki og finnast ég ekki vera nógu sterk fyrir hana,“ segir Annie og brotnar niður.

„Ég held að það hafi verið erfitt fyrir mig. Mér fannst eins og ég gæti ekki verið ein með henni. Hvað ef ég myndi þurfa að halda á henni eitthvert, hvað ef eitthvað myndi gerast og ég gæti ekki hjálpað henni. Annað hvort þurfti Frederik að vera þarna eða mamma mín.“

Hún segir að hún hafi óttast um að hún myndi missa dóttur sína ef hún myndi halda á henni og ganga um með hana. Annie vildi líka ekkert borða, gat ekki sofið og leið mjög illa en tókst að tjá tilfinningar sínar við sína nánustu sem hjálpuðu henni að takast á við fæðingarþunglyndið.

Hún ræðir þetta nánar og margt annað í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram