fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Einstök uppgötvun – Elsti rúnasteinn heims

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 20:00

Steinninn magnaði. Mynd:George Alexis Pantos / Kulturhistorisk museum, Universitetet i Oslo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega eitt ár héldu norskir vísindamenn því leyndu að þeir höfðu fundið stórmerkilegan rúnastein haustið 2021. Þetta er talinn vera elsti rúnasteinninn sem fundist hefur.

Hann fannst þegar norskir fornleifafræðingar voru við uppgröft í Svingerud og er nafn steinsins dregið af staðnum, hann heitir Svingerud-steinninn. Talið er að hann sé 1.800 til 2.000 ára gamall.

Steinninn verður fljótlega til sýnis hjá Kulturhistorisk Museum í Osló sem segir að hann sé eitt elsta þekkta dæmið um norrænt ritmál.

Steinninn fannst í gröf þar sem voru mannabein og trékol, líklega eftir líkbrennslu. Videnskab skýrir frá þessu.

Með því að nota kolefnisgreiningu komust vísindamenn að því að beinin eru frá tímabilinu frá 25 fyrir krist þar til 120 eftir krist.

Það er hægt að nota kolefnisgreiningu til að aldursgreina lífverur en ekki steina. En þar sem steinninn var með beinunum er talið að hann sé frá sama tíma.

Fyrrgreint tímabil er á þeim tíma sem er kallaður rómversk járnöld. Hún hófst árið 1 og stóð yfir þar til 375-400 eftir krist. Á þessum tíma áttu Norðurlandabúa í töluverðum samskiptum við Rómarveldi. Viðskipti voru stunduð og rómverskir hermenn lögðu leið sína til Skandinavíu.

Sérfræðingar ráða sér ekki af gleði yfir þessum fundi. Mynd:George Alexis Pantos / Kulturhistorisk museum, Universitetet i Oslo

 

 

 

 

 

Rómverjar áttu sér ritmál á þessum tíma og rúnirnar á Svingerud-steininum styrkja kenningu um að á Norðurlöndunum hafi þetta hvatt fólk til að eignast eigi ritmál.

Fundi steinsins var haldið leyndum í rúmlega eitt ár á meðan fornleifafræðingar og tungumálasérfræðingar rannsökuðu hann.

Átta rúnir eru mjög greinilegar á steininum. Ef þær eru umskrifaðar yfir á nútímamál stendur: „idiberug“. Talið er hugsanlegt að textinn snúist um konu að nafni Idibera. Kannski stendur: „Fyrir Idibera“ á steininum að sögn Kristel Zilmer, sérfræðings í ritmenningu og táknmyndafræði við Oslóarháskóla.

Rannsóknum á steininum er ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi