Manchester United hefur samið við Cardiff um að fá til liðs við sig Gabriele Biancheri, spennandi framherja. The Athletic greinir frá því að United sé að landa leikmanninum.
Biancheri er aðeins sextán ára gamall og því kaup fyrir framtíðina hjá United.
Kappinn hefur leikið fyrir U-17 ára landslið Wales en getur einnig valið að leika fyrir England og Ítalíu í framtíðinni.
Biancheri mun fara í akademíu United núna en svo skrifar hann undir langtíma atvinnumannasamning þegar hann verður sautján ára í september.
Annars er það að frétta af United að ekki er talið líklegt að félagið fái til sín fleiri leikmenn í janúar.