fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Segja ákveðna lífshætti geta hægt á minnistapi eldra fólks

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blanda heilbrigðra lífshátta á borð við að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega, spila á spil og taka þátt í félagslífi að minnsta kosti tvisvar í viku getur hjálpað til við að hægja á hrörnun minnis og dregið úr hættunni á að þróa með sér elliglöp.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem stóð yfir í um áratug. The Guardian skýrir frá þessu.

Minnið er ein af grunnstoðum okkar í hinu daglega lífi en eftir því sem aldurinn færist yfir okkur versnar það og það hefur áhrif á lífsgæði og afkastagetu okkar og eykur líkurnar á að við þróum elliglöp með okkur.

Niðurstöður fyrri rannsóknar hafa ekki verið nægilega traustar til að hægt hafi verið að meta áhrif heilbrigðra lífshátta á minnistap. En nýja rannsóknin bendir til að það að blanda mörgum heilbrigðum lífsháttum, þeim mun fleiri, þeim mun betra, tengist vægari hrörnun minnis.

„Blanda jákvæðs og heilbrigðs atferlis tengist hægari þróun minnistaps hjá eldra fólki sem er með eðlilega vitsmuni,“ segja vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, í grein í British Medical Journal.

Þeir rannsökuðu 29.000 manns, eldri en 60 ára, sem voru með eðlilega vitsmunastarfsemi. Rannsóknin hófst 2009 og var minni þátttakendanna þá rannsakað með ýmsum prófum og einnig var rannsakað hvort fólk bæri APOE genið, sem er sterkasti erfðafræðilegi þátturinn fyrir að þróa Alzheimers. Síðan var fylgst með fólkinu næstu 10 árin og reglulegt mat lagt á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“