The Guardian segir að þetta hafi verið mesta loftmengunin sem mælst hefur síðan í janúar 2017.
Svona mikil mengun hefur áhrif þótt hún vari ekki lengi. Rannsókn, sem var birt 2021, sýndi að þeim fjölgaði sem leituðu læknis og fengu ávísað innöndunarstaut eftir stutt mengunartímabil. Rannsóknin náði til 1,2 milljóna Lundúnabúa og yfir 5 ára tímabil.
Mengunin lagðist þyngra á börn samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
The Guardian segir að þegar mengunin náði hámarki í janúar hafi notkun heimila á eldiviði skipt miklu máli samkvæmt gögnum frá Imperial College London um samsetningu þeirra agna sem voru í menguninni. Þetta átti sérstaklega við að kvöldlagi.
Greining á sótögnum, sem Lundúnabúar önduðu að sér þessa helgi, sýndu að 60 til 70% þeirra komu úr viði eða öðrum föstum efnum sem voru notuð til húshitunar.
Á ársgrundvelli þá koma að meðaltali fleiri mengunaragnir frá notkun eldiviðar í Bretlandi en frá útblæstri bifreiða.