Viðræður á milli Chelsea og Benfica um Enzo Fernandez þokast vel áfram ef marka má The Athletic.
Chelsea hefur verið á höttunum á eftir Fernandez, sem heillaði með heimsmeistaraliði Argentínu á HM í Katar, í nokkrar vikur. Það hefur þó verið nokkuð langt á milli félaganna tveggja í viðræðunum.
Nú virðast málin hins vegar þokast í rétta átt. Er umboðsmaðurinn Jorge Mendes sagður eiga stóran þátt í því.
Klásúla er í samningi Fernandez um að miðjumaðurinn megi fara ef félag bíður 120 milljónir evra.
Chelsea hefur hingað til ekki viljað borga það. Eigandinn Todd Boehly hefur þó sýnt fram á að hann er til alls líklegur á félagaskiptamarkaðnum.
Talið er að Lundúnafélagið vilji tryggja sér leikmanninn nú til að koma í veg fyrir að andstæðingar lokki hann til sín næsta sumar.
Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.