Múmían er af manni sem hét Hekashepes. Hún fannst á 15 metra dýpi í grafhýsi sem fannst nýlega. Það var ætlað konungum eða faraóum og er við Steppýramídan sem er nærri Kairó.
Talið er að múmían sé um 4.300 ára gömul og hafi verið grafin í kistu úr kalksteini. Henni hafði síðan verið lokað með steypublöndu.
Zahi Hawass, stjórnandi uppgraftarins, sagði að múmían sé hugsanlega elsta og heillegasta múmían sem hefur nokkru sinni fundist í Egyptalandi.