Rannsóknin náði til 22.000 manns og yfir 40 ára tímabil. Fólkið fór í magahjáveituaðgerð í Utah í Bandaríkjunum. CNN skýrir frá þessu.
Þegar þátttakendurnir í rannsókninni voru bornir saman við fólk í svipaðri þyngd kom í ljós að þeir sem fóru í aðgerð voru 16% síður líklegri til að deyja af hvaða dánarorsök sem var. Ef horft er til sjúkdóma sem tengjast offitu, til dæmis hjartasjúkdóma, krabbameins og sykursýki, var munurinn enn meiri.
Líkurnar andláti af völdum hjartasjúkdóma voru 29% lægri og af völdum krabbameins um 43% að sögn Ted Adams, sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hann sagði einnig að dauðsföllum tengdum sykursýki hafi einnig fækkað mjög mikið eða um 72% miðað við þá sem fóru ekki í aðgerð.
En slæmur fylgifiskur magahjáveituaðgerða kom einnig í ljós í rannsókninni því ungt fólk, sem fór í aðgerð, var í meiri hættu á að taka eigið líf.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Obesity.