fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ferðu í handsnyrtingu? Þá skaltu vera með vettlinga eða sólarvörn segir læknir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 16:30

Margir fara í handsnyrtingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að útfjólublátt ljós úr lömpum, sem eru notaðir til að þurrka gelneglur, drepur frumur og gæti valdið krabbameini.

Ef þú hefur í hyggju að fara í handsnyrtingu þá ættir þú að vera með vettlinga eða sólarvörn á höndunum. Þetta sagði Najia Shaikh, læknir, í samtali við Sky News.

Rannsóknin leiddi í ljós að naglaþurrkarar, sem nota útfjólublátt ljós, skemma DNA og valda krabbameinsstökkbreytingum í frumum.

Í rannsókninni voru frumur í fólki og músum rannsakaðar og kom í ljós að frumur drápust þegar þær lentu í útfjólubláum geislum á borð við þá sem eru notaðir á handsnyrtistofum.

Shaikh sagði að enn væru ekki margar vísbendingar komnar fram um hversu miklu tjóni þessir lampar valda en vitað sé að allar tegundir útfjólublárra geisla hafi áhrif á frumur líkamans, stökkbreyti þeim og breyti DNA. Það sé því betra að vernda hendurnar.

Hún sagðist því ráðleggja fólki að vera í fingravettlingum, sem fremsti hlutinn hefur verið klipptur af, eða setja sólarvörn á hendurnar ef það hyggst setja hendurnar í þurrkun í svona lömpum. Hún sagði að styrkleiki sólarvarnarinnar þurfi að vera 50.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu