Ef þú hefur í hyggju að fara í handsnyrtingu þá ættir þú að vera með vettlinga eða sólarvörn á höndunum. Þetta sagði Najia Shaikh, læknir, í samtali við Sky News.
Rannsóknin leiddi í ljós að naglaþurrkarar, sem nota útfjólublátt ljós, skemma DNA og valda krabbameinsstökkbreytingum í frumum.
Í rannsókninni voru frumur í fólki og músum rannsakaðar og kom í ljós að frumur drápust þegar þær lentu í útfjólubláum geislum á borð við þá sem eru notaðir á handsnyrtistofum.
Shaikh sagði að enn væru ekki margar vísbendingar komnar fram um hversu miklu tjóni þessir lampar valda en vitað sé að allar tegundir útfjólublárra geisla hafi áhrif á frumur líkamans, stökkbreyti þeim og breyti DNA. Það sé því betra að vernda hendurnar.
Hún sagðist því ráðleggja fólki að vera í fingravettlingum, sem fremsti hlutinn hefur verið klipptur af, eða setja sólarvörn á hendurnar ef það hyggst setja hendurnar í þurrkun í svona lömpum. Hún sagði að styrkleiki sólarvarnarinnar þurfi að vera 50.