Arsenal hefur lagt fram nýtt tilboð í Moses Caicedo hjá Brighton. Hljóðar það upp á 70 milljónir punda.
Tilboði Arsenal upp á 60 milljónir punda var hafnað af Brighton á dögunum.
Skytturnar vilja hins vegar styrkja miðsvæði sitt og hafa boðið í Caicedo á ný.
Hjá Brighton hafa menn verið harðir á að leikmaðurinn sé ekki til sölu en það er spurning hvort háar fjárhæðir geta fengið þá til að skipta um skoðun.
Sjálfur vill Caicedo ganga í raðir Arsenal.
70 milljóna punda tilboðið inniheldur árangurstengdar greiðslur.
🚨 EXCLUSIVE: Arsenal submitted new bid for Moises Caicedo. Understand it’s worth £70m packag add-ons included. ⚪️🔴🇪🇨 #AFC
Brighton don’t want to sell the player, stance very clear after £60m opening bid rejected — but Arsenal try again as Caicedo wants the move. pic.twitter.com/lmpo3Rs6Bw
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 29, 2023