fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Tinna og Inga Hrönn um fordómana gagnvart fólki í neyslu – „Fólk mætir miklum fordómum og spítalinn vill losna við það út strax“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 29. janúar 2023 21:05

Inga Hrönn og Tinna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna og Inga Hrönn ræða um ofbeldi og fordóma innan kerfisins og af hálfu lögreglu gagnvart fólki sem glímir við vímuefnavanda í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman, ásamt ýmsu öðru.

Litið á fólk sem minna virði

Inga Hrönn hefur reynslu af því að vera heimilislaus, á langa neyslusögu en hefur verið í bata frá vímuefnavanda í tvö ár.

Þegar fólk notar vímuefni er eins og það missi sjálfsögð mannréttindi og verði minna virði í augum yfirvalda og kerfisins. Það er almenn vitneskja innan jaðarsettra hópa að lögregla beiti ofbeldi.

„Ég er ennþá að glíma við mikil áfallaeinkenni þegar kemur að lögreglunni, það þarf ekki nema að löggan keyri fyrir aftan mig, ég fer samt eftir lögum og reglum,“ segir Inga Hrönn.

Þessi áfallaeinkenni má rekja til þess tíma þegar hún var í virkri neyslu og mætti slæmu viðmóti, fordómum og ofbeldi af hálfu lögreglu.

Inga bætir við að hún hræðist hvernig málin muni þróast ef rafbyssur verði teknar í notkun en það hefur sýnt sig að jaðarsettasta fólkið okkar verði verst fyrir barðinu á breytingum sem þessum.

Hræðsla við lögreglu

Við veltum upp hver mun bera ábyrgð á mögulegum dauðsföllum tengdum ef rafbyssur yrðu notaðar á veikt fólk.

Annað sjónarhorn er að ef fólk með vímuefnavanda sem fyrir er hrætt við lögreglu og brennt af samskiptum við yfirvöld færi líklega að vopnast í þeim tilgangi að verja sig.

Innan heilbrigðiskerfisins eru ekki síður fordómar, því miður.

Fólk sem glímir við vímuefnavanda fær ekki samskonar þjónustu og annað fólk.

Við vitum að fólk mætir miklum fordómum og upplifir sig eitrað og að spítalinn vilji losna við það út strax.

Kallaði á Securitas

Inga man vel eftir mörgum tilfellum þar til hún hætti alfarið að vilja fara á spítala þrátt fyrir að þurfa það.

Eitt skipti, stuttu áður en hún varð edrú, fór verkefnastýra Frú Ragnheiðar með hana á bráðamóttöku.

„Ég og kærastinn minn settumst bara niður en hún fór til ritarans og kynnti sig. Hún sagðist vera verkefnastýra Frú Ragnheiðar og væri með tvo skjólstæðinga, án þess að nokkuð annað væri sagt kallaði ritarinn á Securitas,“  segir Inga Hrönn og bætir við að öryggisvörðurinn hafi staðið fyrir framan þau í marga klukkutíma áður en þau gáfust upp og fóru, án þess að nokkur hafi talað við þau eða spurt hvað væri að.

Nú undanfarið hefur þessu málefni verið gefið pláss í umræðunni en erum við gjörn á að taka tarnir í ákveðnum málum en gleymum því jafn fljótt.

Heimilisleysi, virðing við náungann, almenn mannréttindi, að fólk geti lifað óttalaust og öruggt ásamt því að fá almenna þjónustu sama hver þú ert eru málefni sem ekki mega þagna eða deyja út.

Það má hlusta á þáttinn í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram