Benedikt Warén er genginn aftur í raðir Vestra í Lengjudeild karla en þeta var staðfest nú í kvöld.
Benedikt skrifar undir þriggja ára samning við Vestra en hann lék með liðinu fyrir tveimur árum síðan.
Benedikt er fæddur árið 2001 en hann lék með ÍA síðasta sumar en þá samningsbundinn Breiðabliki.
Tilkynning Vestra:
Breiðablik og Vestri hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Benedikts til Vestra.
Eru þetta miklar gleðifréttir fyrir okkur en Benó spilaði með Vestra sumarið 2021 og stóð sig með mikilli prýði.
Við bjóðum Benó aftur velkominn vestur og hlökkum til að sjá hann á
vellinum í vor og sumar!
Áfram Vestri!