Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, gerði mistök með því að tala um Lionel Messi fyrir leik gegn Argentínu á HM í Katar.
Þetta segir argentínska goðsögnin Juan Roman Riquelme en Van Gaal tjáði sig um Messi fyrir leik í 8-liða úrslitum sem Argentína vann.
Van Gaal talaði um leik liðanna á HM 2014 og sagði að Messi hefði varla snert boltann í þeim leik og að hann væri ekki sjáanlegur þegar hans lið heldur ekki boltanum.
Þessi orð komu í bakið á Van Gaal að lokum og telur Riquelme að Hollendingurinn hafi mögulega kostað sitt lið sigur.
,,Ég held að Van Gaal hafi talað um Messi fyrir leik. Sumir hlutir mega ekki gerast í fótboltanum, þú mátt ekki gera Messi reiðan,“ sagði Riquelme.
,,Það er betra að annað hvort faðma hann eða kyssa, þá vill hann ekki vinna þig eins mikið.“
,,Þegar besti leikmaðurinn er reiður þá áttu ekki möguleika á að vinna. Það er ómögulegt.