Lið Barcelona óttast mikið að þurfa að taka við bakverðinum Sergino Dest aftur í sumar.
Marca greinir frá en Dest var lánaður til AC Milan í fyrra og hefur ekki staðist væntingar í Serie A.
Dest fær takmarkaðar mínútur hjá Milan og hefur aðeins byrjað tvo leiki til þessa.
Milan á möguleika á að kaupa Dest fyrir 20 milljónir evra eftir að lánssamningnum lýkur sem þykir ólíklegt.
Það er högg fyrir Barcelona sem treysti á þennan pening fyrir næsta sumar en liðið er í töluverðum fjárhagsvandræðum.
Dest kom til Barcelona frá Ajax 2020 en er alls ekki inni í myndinni hjá Xavi, stjóra liðsins.