Sol Campbell, fyrrum leikmaður Arsenal og Tottenham, er kominn með nóg af hegðun stuðningsmanna þess síðarnefnda.
Campbell tók mjög umdeild skref sem leikmaður og kvaddi Tottenham og gekk í raðir Arsenal á frjálsri sögu en mikill rígur er á milli þessara liða.
Það er langt síðan Campbell lagði skóna á hilluna en þessi fyrrum varnarmaður fær enn mikið hatur frá stuðningsmönnum Tottenham.
,,Það er eins og fólk sé búið að gleyma því hvernig á að vera manneskja. Að óska þess að einhver muni deyja?“ sagði Campbell.
,,Þú ætlar að halda partí þegar það gerist? Í hvaða heimi lifum við? Ég veit bakhlið fótboltans en þetta er óásættanlegt, við erum á mjög sorglegum stað.“
,,Einn fjórði af öld er liðið síðan félagaskiptin áttu sér stað. Á hvaða stað erum við þegar fólk getur ekki horft fram veginn?“