Leicester City hefur fengið spennandi liðsstyrk fyir komandi átök og samdi við vængmann í dag.
Um er að ræða hinn 22 ára gamla Mateus Tete sem kemur til félagsins á láni frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu.
Tete er Brasilíumaður og á eftir að spila A-landsleik en á að baki leiki fyrir bæði U20 og U23 lið þjóðarinnar.
Tete var í láni hjá Lyon fyrr á tímabilinu en franska félagið vildi ekki nýta sér kauprétt þó leikmaðurinn hafi einnig spilað þar á síðasta tímabili og gert fína hluti.
Leicester nýtti sér það og samdi við Tete en hann gerir lánssamning við félagið út tímabilið.