fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Birna missti aleiguna vegna vatnstjóns – „Það sem ég græt mest af öllu er dótið hjá barninu mínu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. janúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hrólfsdóttir, ung einstæð móðir í námi, missti aleiguna í vatnstjóni síðastliðinn mánudag. Leigusalinn gaf henni mánaðarafslátt af leigunni og sagði henni að redda sér annað meðan viðgerð stæði yfir. Birna var með innbúið tryggt en fær tjónið aðeins bætt að hluta.

„Það er skelfileg tilfinning að missa allt, það sem ég græt mest af öllu er dótið hjá barninu mínu,“ segir Birna í samtali við DV, en barn hennar er tveggja ára.

„Ég var annars staðar yfir helgi og kem heim á mánudagsmorgninum. Það varð ekki tjón í neinni annarri íbúð í húsinu fyrir tjóni vegna leka, rörið sem um ræðir er í vegg inni í íbúðinni hjá mér,“segir Birna. Íbúðin sem um ræðir er í Hafnarfirði og hefur Birna leigt hana af félagsþjónustunni í tæp tvö ár.

„Þeirra viðbrögð voru að fella niður leigu á meðan viðgerð stæði yfir og sögðu mér að ég yrði að redda mér gistingu sjálf með barnið mitt. Fyrirtækið sem sér um viðgerðirnar talar um að þetta muni taka einhverjar vikur.“

Birna sagði frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og bauðst fólk til að aðstoða hana og ýmist gefa henni eða lána húsgögn. Þegar kom síðan í ljós að Birna yrði húsnæðislaus hefur hún ekki tök á að taka á móti og geyma hluti þar til hún fær íbúðina aftur. „Viðbrögðin við aðstoð voru góð, fólk úr ótrúlegustu áttum bauð mér aðstoð. Einhverjir ætla að geyma hlutina fyrir mig, en aðrir geta það ekki,“ segir Birna. Aðspurð segir hún örfáa muni hafa sloppið, en öll húsgögn og raftæki skemmd. „Það sluppu einhverjir hlutir, til dæmis föndur eftir barnið mitt og aðrir smá hlutir sem ýmist eru úr gleri eða höfðu verið í plastkössum inn í geymslu.“

Birna talaði við matsmann hjá Sjóvá á fimmtudag. „Hann sagði að mér bæri skylda til að lágmarka tjónið, eðlilega kannski, en það er heldur erfitt þegar það er allt gegnumsósa af raka heima og og hann vildi meina að alls konar væri ekki ónýtt þó það gefi auga leið að það sé það. Mér voru boðnar samkomulagsbætu, sem ég á von á í næstu viku. Þær dekka eflaust húsgögn og leikföng barnsins, en þá standa eftir raftæki og fleiri hlutir sem ég fékk ekki bætta,“ segir Birna.

Ljóst er að þrátt fyrir að tryggingar bæti tjón Birnu að hluta, þá setur tjónið stórt strik í heimilisbókhaldið hjá ungri móður í námi, þeim sem vilja aðstoða Birnu er bent á reikning hennar. 

Kennitala: 1405932309
Reikningur: 0143-26-010069

Svona leit íbúð Birnu út í gær:

Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu