fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. janúar 2023 14:05

Frá Hveragerði. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta varðar ljótar hótanir frá börnum í garð barna. Maður gerði ýmislegt af sér sjálfur þegar maður var gutti og þetta eru auðvitað bara krakkar en þetta þarf að stoppa,“ segir Kristján Már Guðnason. Barnsmóðir hans og börn hennar, þar á meðal dóttir Kristjáns, hafa þurft að þola stöðugar ofsóknir frá hópi barna í gegnum síma undanfarna daga.

Konan og börn hennar búa í Hveragerði en Kristján veit ekki hvaðan börnin eru. Ljóst sé hins vegar að þessi börn hafi ýmsar upplýsingar um sig og fjölskylduna, þ.e. þau þekki fullt nafn hans, dóttur hans og barnsmóður,  og þekki til barna barnsmóður hans.

„Þetta byrjaði með því að sendu mér sms, eitthvað sem mér fannst vera saklaust grín. En í kjölfarið fara þau að hringja úr leyninúmeri í móður og börn og eru með mjög ljótar hótanir,“ segir Kristján og segir aðspurður að þetta séu „allt að því líflátshótanir“.

Hann segir að tilkynningar til lögreglu hafi engin gagnleg viðbrögð fengið en til standi að tilkynna málið til barnaverndar. Einnig sé framundan fundur um málið með skólayfirvöldum á mánudag. Sjálfur er Kristján á ferðalagi en málið er í höndum barnsmóður hans og fleiri aðila. Hann hefur hins vegar leitað að eiganda símanúmersins sem hann fékk textaskilaboðin úr í undanfara ofsóknanna, en símtölin í móðurina og börnin eru úr leyninúmeri. Um er að ræða notanda hjá Vodafone en viðkomandi er að öðru leyti ókunnur, enn sem komið er.

Kristján undirstrikar að hann vilji ekki fordæma börnin, augljóslega sé um að ræða uppátæki sem hafi farið úr böndunum. „En það þarf að grípa inn í þetta og stöðva þessa hegðun. Ég er reyndar ekki í vafa um að það verði gert. Það er allt farið í gang núna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT