Paul Parker, goðsögn Manchester United, ásakar umboðsmann Scott McTominay um lygar.
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Newcastle væri á eftir McTominay en Parker er á því máli að umboðsmaður leikmannsins hafi byrjað þær sögusagnir.
McTominay er miðjumaður Man Utd en hann gæti mögulega verið fáanlegur í janúarglugganum.
,,Ég hef lesið heimskulegar sögusagnir um McTominay og að hann sé á leið til Newcastle, sem ég tel vera lygi,“ sagði Parker.
,,Þessi saga var uppspuni frá byrjun frá umboðsmanni hans. Newcastle myndi aldrei vilja McTominay. Hann myndi ekki styrkja miðjuna þeirra, þeir þurfa betri leikmenn.“
,,Þeir eru nú þegar með Sean Longstaff sem er svipaður og McTominay og þeir þurfa ekki eins leikmenn.“