Það er útlit fyrir það að varnarmaðurinn Thiago Silva sé ekki að fara leggja skóna á hilluna í bráð.
Enskir miðlar greina nú frá því að Silva sé við það að skrifa undir nýjan samning við stórlið Chelsea.
Silva er 38 ára gamall og hefur verið einn besti ef ekki besti leikmaður Chelsea á tímabilinu.
Samningur Silva rennur út næsta sumar en Chelsea hefur áhuga á að halda honum lengur þrátt fyrir háan aldur.
Chelsea hefur alls ekki átt gott tímabil til þessa og þarf mikið að gerast svo liðið nái Meistaradeildarsæti.