Vængmaðurinn Amad Diallo hefur verið að vekja töluverða athygli með liði Sunderland á tímabilinu.
Diallo vakti fyrst athygli sem leikmaður Atalanta og var keyptur til Manchester United árið 2021.
Hjá Man Utd fékk Diallo fá tækifæri en skoraði þó eitt mark í níu leikjum á um tveimur árum.
Diallo skrifaði undir samning við Sunderland í sumar en hann var lánaður út tímabilið í næst efstu deild.
Diallo skoraði frábært mark fyrir Sunderland í 2-0 sigri á Middlesbrough á sunnudag og er kominn með sjö mörk í 21 leik.
Diallo er aðeins 20 ára gamall og gæti vel átt framtíð fyrir sér hjá Man Utd eftir frammistöðuna í vetur.